Algengar spurningar

1. Hvar er Norðurpóllinn?
Við erum í hjarta Ísafjarðar, í Hafnarstræti 5. Verið velkomin.


2. Hvað er í boði?
Úrval ljósmynda frá Vestfjörðum, prentað á hágæða pappír í alls konar stærðum. Líka gömul landakort, dagatöl, vettlingar, límmiðar, póstkort o.fl

3. Get ég keypt á netinu?
Ekki alveg allt, en flest er í boði hér í netversluninni. Hægt að fá sent hvert sem er í heiminum.

4. Hver er afhendingartíminn?
Afhendingartími er mismunandi eftir staðsetningu þinni. Pantanir innan Íslands berast venjulega innan 3-5 virkra daga en til útlanda getur tekið 7-14 virka daga.


5. Eru séróskir og aðrar stærðir í boði?
Auðvitað. Ef þú sérð mynd á samfélagsmiðlum Hauks eða á vefsíðu sem þig langar í, en sem ekki er í vefversluninni, hafðu þá samband og við mixum það í sameiningu.

6. Gjafakort?
Já! Hafðu samband og við græjum það.

7. Hvar eru myndirnar prentaðar?
Pantanir sem koma erlendis frá eru afgreiddar af The Print Space í Þýskalandi eða Bretlandi, prentaðar og sendar beint þaðan. Íslenskar pantanir eru prentaðar í heimabyggð og sendar með Póstinum.

8. Hvað geri ég ef ég fæ skemmda vöru?
Hafðu samband og fáðu aðstoð við endurnýjun eða endurgreiðslu.

9. Hvernig virka vöruskil?
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afhendingu. Vörunni verður að skila í upprunalegu ástandi og sendingarkostnaður er á ábyrgð viðskiptavinarins.

10. Hvaða greiðslumöguleikar eru í boði?
Greiðslumöguleikarnir eru tveir: Paypal eða greiðslugáttin Teya. Ef þú ert með Paypal reikning þá er sá kostur fljótlegastur. Teya er hins vegar kreditkortalausn sem gerir þér kleift að nota hvaða kreditkort sem er.